Sport

Sunna berst næst í lok mars

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sunna keppti líka sinn fyrsta bardaga í Kansas City.
Sunna keppti líka sinn fyrsta bardaga í Kansas City. mynd/mjolnir.is

Bardagakonan Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir er búin að fá sinn næsta bardaga á atvinnumannaferlinum.

Hún mun berjast á Invicta FC 22 kvöldinu sem fram fer í Kansas City þann 25. mars. Þetta verður hennar annar bardagi síðan hún gerðist atvinnumaður.

Sunna vann yfirburðasigur gegn Ashley Greenway í sínum fyrsta bardaga á Invicta Fc 19.

Hún mun núna berjast við Mallory Martin sem er líka með einn atvinnumannabardaga á bakinu sem hún vann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira