Körfubolti

Fyrrum leikmaður Knicks handtekinn í MSG | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stöðva þurfti leikinn á meðan Oakley var vísað úr húsi.
Stöðva þurfti leikinn á meðan Oakley var vísað úr húsi. Vísir/AP
Charles Oakley var vísað úr húsi og handtekinn af lögreglu eftir að hann lenti í útistöðum við öryggisverði á leik New York Knicks og LA Clippers í NBA-deildinni í nótt. Oakley spilaði í nítján ár í NBA-deildinni þar af lengst með Knicks.

Átökin við öryggisverðina hófust þegar Oakley hrópaði ókvæðisorð að James Dolan, eiganda Knicks, að sögn fjölmiðla í New York.



Oakley hefur lengi gagnrýnt Dolan og Knicks undanfarin ár en leikurinn var stöðvaður í skamma stund á meðan Oakley var vísað úr húsinu.

„Charles Oakley kom á leikinn í kvöld og hagaði sér afar óæskilega. Honum var vísað úr húsi og er lögreglan í New York nú að handtaka hann. Hann var frábær leikmaður Knicks og við vonum að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ sagði í stuttri yfirlýsingu sem Knicks birti í nótt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×