Viðskipti innlent

Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild

Haraldur Guðmundsson skrifar
Costco á Íslandi opnar í Kauptúni í maí.
Costco á Íslandi opnar í Kauptúni í maí. Vísir/Ernir
Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco einungis opinn meðlimum. Gjaldið tryggir þeim einnig aðgang að Costco um allan heim en bandaríski smásölurisinn rekur alls 725 vöruhús.

Frá þessu er greint á mbl.is en forsvarsmenn Costco héldu fyrr í dag kynningarfund á Hilton Reykjavík Nordica. Stefnt er að opnun verslunarinnar í Kauptúni í maí en áður stóð til að hún yrði í mars. Verktakar á vegum fyrirtækisins vinna einnig hörðum höndum við að koma upp fjölorkustöð þess í Kauptúni en hún verður við hliðina á bílastæði IKEA.

Costco verður rekið af Costco Wholesale Iceland ehf., dótturfélagi Costco Wholesale Corporation.


Tengdar fréttir

Costco opnar í nóvember

„Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar.

Fjölorkustöð Costco rís

Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×