Innlent

Farið yfir ævi og feril Ólafar Nordal: Vinsæl og naut afgerandi trausts

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Ólöf Nordal háði hetjulega baráttu við krabbamein.
Ólöf Nordal háði hetjulega baráttu við krabbamein. vísir/anton brink
„Mér fannst eiginlega stórkostlegast að koma aftur inn í þingið. Og að koma aftur inn í þingsalinn. Ég hef ekkert komið þangað frá því ég hætti nema í örstutta stund einhvern tímann. Að koma aftur í þingsalinn, mér svona næstum því vöknaði um augun, og svo var mér svo vel tekið af mínum góðu félögum í öllum flokkum,” sagði Ólöf Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í sjónvarpsþættinum Eyjunni, árið 2014.

Ólöf lést í gær, fimmtug að aldri, eftir hetjulega baráttu við krabbamein.  Hún lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn, en farið var stuttlega yfir ævi Ólafar, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.

Ólöf var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og raunar þvert á flokkslínur. Hún naut afgerandi trausts og hlaut yfirburðarkosningu þegar hún bauð sig fram til embættis innan síns flokks og í prófkjörum hans. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 2010 og gegndi því embætti til 2013. Hún bauð sig síðan aftur fram í varaformannsembættið á landsfundi árið 2015 og gegndi því allt til dauðadags.

Ólafar var minnst á Alþingi í dag og þá minntust vinir og samstarfsmenn hennar með margvíslegum hætti.

„Sú sorgarfregn barst okkur í gær að Ólöf Nordal, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, hefði andast um morguninn á sjúkrahúsi hér í borg. Fregnin var óvænt og þungbær þótt við vissum öll að Ólöf hefði um nokkurt skeið átt við erfið veikindi að stríða. Aðeins fimmtug að aldri er þessi glæsilega kona, sem hvarvetna bar ljós og gleði, hrifin á brott,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, á þingi í dag.

Nærmynd af Ólöfu Nordal í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Ólöf Nordal er látin

Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×