Innlent

Bein út­sending: Blaða­manna­fundur vegna hvarfs Birnu

Stefán Ó. Jónsson skrifar

Uppfært kl. 17:55. Blaðamannafundurinn er búinn. Upptöku af honum í heild sinni má nálgast hér að ofan.

Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni alla helgina. Á milli 500 og 600 björgunarsveitarmenn hafa leitað að henni í gær og í dag á stóru svæði á suðvesturhorninu. 

Sjá einnig: Lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna hvarfs Birnu

Beina útsendingu frá blaðamannafundinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Hún hefst sem fyrr segir klukkan 17.

Hér að neðan má sjá umfjöllun blaðamanns Vísis sem fylgist með gangi mála á blaðamannafundinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.