Innlent

Bein út­sending: Blaða­manna­fundur vegna hvarfs Birnu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Uppfært kl. 17:55. Blaðamannafundurinn er búinn. Upptöku af honum í heild sinni má nálgast hér að ofan.



Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni alla helgina. Á milli 500 og 600 björgunarsveitarmenn hafa leitað að henni í gær og í dag á stóru svæði á suðvesturhorninu. 

Sjá einnig: Lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna hvarfs Birnu

Beina útsendingu frá blaðamannafundinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Hún hefst sem fyrr segir klukkan 17.

Hér að neðan má sjá umfjöllun blaðamanns Vísis sem fylgist með gangi mála á blaðamannafundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×