Lífið

Neil Patrick Harris og Corden kepptu um hvor væri meiri söngleikjanörd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden og Harris fóru á kostum á sviðinu.
Corden og Harris fóru á kostum á sviðinu.

Breski þáttastjórnandinn James Corden og leikarinn Neil Patrick Harris keppti í heldur sérstakri keppni í þætti Corden í vikunni. Keppt var um hver væri meiri sérfræðingur í söngleikjum og framkomu tengdum þeim.

Harris hefur ítrekað verið kynnir á Tony verðlaununum, sem eru leikhúsverðlaunin í Bandaríkjunum og var James Corden kynnir á þeim í ár. Þeir hafa báðir unnið Tony-verðlaun og var keppnin því grjóthörð.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þeim félögum en heyra má þá taka lög úr Les Miserables, Chicago og Hedwig and the Angry Inch en Harris lék aðalhlutverkið í þeirri sýningu.

Undir lokin tóku þeir saman lagið My Shot úr söngleiknum Hamilton sem sló í gegn um heim allan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira