Innlent

Boðað til tveggja ríkisráðsfunda á Bessastöðum á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Bessastaðir.
Bessastaðir. Vísir/GVA

Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun.

Fyrri fundurinn hefst á hádegi þar sem lausnarbeiðni núverandi ríkisstjórnar verður staðfest og Sigurður Ingi Jóhannsson mun láta af störfum.

Síðari fundur ríkisráðs hefst klukkan 13:30 þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti mun skipa nýtt ráðuneyti – ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar – undir forsæti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira