Innlent

Bein útsending: Aukafréttatími á Stöð 2 og Vísi klukkan 13:20

Stefán Ó. Jónsson skrifar

Fréttastofa 365 mun blása til aukafréttatíma á Vísi.is og á Stöð 2 klukkan 13.20 þar sem bein útsending frá fyrsta ríkisráðsfundi nýrrar ríkisstjórnar á Bessastöðum verður í brennidepli.

Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð.

Í fréttatímanum verða vendingar stjórnmálanna síðastliðinn sólarhring reifaðar, gangandi vegfarendur verða teknir tali og spurðir álits á hinni nýju ríkisstjórn ásamt því að fréttamaður okkar verður á Bessastöðum og greinir frá öllu því sem fyrir augu ber.

Allt þetta og meira til í aukafréttatíma Vísis og Stöðvar 2 sem hefst sem fyrr segir klukkan 13.20.


Tengdar fréttir

Sjö nýir ráðherrar

Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira