Erlent

Norður-Kóreumenn sagðir geta búið til tíu kjarnorkusprengjur

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá nýlegu tilraunaskoti Norður-Kóreu.
Frá nýlegu tilraunaskoti Norður-Kóreu. Vísir/AFP

Stjórnvöld Norður-Kóreu eiga nú nægilegt plútóníum til að smíða tíu kjarnorkusprengjur, samkvæmt nágrönnum þeirra í suðri. Skammt er síðan Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu státaði sig af því að stutt væri að tilraunaskot þeirra með eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.

Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu telur að Pyongyang hafi framleitt um 50 kíló af plútóníumi sem hægt sé að nota til framleiðslu kjarnorkuvopna.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni eru sérfræðingar ósammála um hve nálægt því að verða kjarnorkuveldi Norður-Kórea er í raun og veru. Hins vegar þykir ljóst að Norður-Kóreumenn hafa náð miklum framförum frá því að Kim Jong-Un tók við völdum af föður sínum Kim Jong-Il árið 2011.

Sérfræðingar héldu því fram í sumar að mögulega væri ríkið búið að smíða meira en 21 kjarnorkusprengju.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira