Lífið

Sjáðu hvernig litla stelpan sem dansaði við DiCaprio lítur út í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ein mesta dúllan á 10. áratugnum.
Ein mesta dúllan á 10. áratugnum.

Kvikmyndin Titanic er einhver allra vinsælasta mynd allra tíma. Hún vann 11 Óskarsverðlaun árið 1998 en hún kom út árið 1997. Hún halaði inn 1,84 milljarða Bandaríkjadollara og er einnig einhver tekjuhæsta kvikmynd allra tíma.

Margir góðir leikarar tóku þátt í verkefninu og fór ferill þeirra fyrir alvöru af stað eftir að myndin kom út. Titanic var leikstýrð af James Cameron og var hún tilnefnd til 14 Óskarsverðlauna.

Þau Kate Winslet og Leonardo DiCaprio fóru með aðalhlutverkin í Titanic og breyttist líf þeirra beggja um leið. Aðrir leikarar náðu einnig langt eftir að hafa tekið þátt.

Eitt mjög eftirminnilegt atriði mátti sjá í myndinni en þá dansaði Leonardo DiCaprio við unga stúlku og heillaði í leiðinni Rose, sem leikinn var af Kate Winslet.

Litla stelpan hét Cora Cartmell í myndinni og var leikinn af Alexandrea Owens sem er fædd 9. nóvember árið 1988. Í dag er hún 28 ára og býr í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hversu mikið unga stúlkan hefur breyst og einnig má sjá nýja mynd af henni á Instagram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira