Erlent

Skaut nágranna sinn til bana sem var að leita að hundi

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan í Manatee sýslu í Flórída segir Matthews hafa verið ákærðan fyrir morð af annarri gráðu..
Lögreglan í Manatee sýslu í Flórída segir Matthews hafa verið ákærðan fyrir morð af annarri gráðu..

Kona var skotin til bana af nágranna sínum í gær, þar sem hún var að leita að týnum hundi. Rebecca Rawson var að keyra um hverfið í Flórída þar sem hún býr ásamt dóttur sinni og tengdasyni. Tengdasonurinn fór og bankaði á hurðina hjá Eugene Matthews til að spyrja hann hvort hann hefði séð hund Rawson.

Matthews hóf hins vegar skothríð um leið og hann opnaði hurðina. Hann er sagður hafa skotið tveimur skotum út í loftið, en eitt skot lenti í Rawson þar sem hún sat í bílnum. Hún var svo flutt á sjúkrahús þar sem hún lést.

Eugene Matthews hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð af annarri gráðu, samkvæmt WTSP.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira