Erlent

Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump í Trump Tower í gær.
Donald Trump í Trump Tower í gær. Vísir/Getty

Uppfært klukkan 17:58: Fundinum er nú lokið en hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Donald Trump mun halda sinn fyrsta blaðamannafund frá því að kjör hans sem forseti Bandaríkjanna var staðfest. Fundurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en Trump hefur ekki haldið blaðamannafund frá því að ávarpaði blaðamenn skömmu eftir að Hillary Clinton viðurkenndi ósigur í forsetakosningunum.

Gustað hefur um Trump að undanförnu og hefur hann staðið í ströngu vegna upplýsinga sem benda til þess að rússnesk yfirvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma Trump til valda.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt flutt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Upplýsingarnar eru sagðar vera bæði af persónulegu og fjárhagslegu tagi og fela meðal annars í sér að Rússar búi yfir myndböndum af Trump með vændiskonum.

Trump hefur brugðist reiður við og þvertekur fyrir þessar fréttir. Sjálfur segir Trump þetta vera „falskar fréttir“ og „pólitískar nornaveiðar“ og starfsmenn hans eru sammála. Þeir segja demókrata vinna hörðum höndum að því að draga úr trúverðugleika Trump sem forseta.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira