Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Ítarlega verður fjallað um stjórnarskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt verður við nýja ráðherra ríkisstjórnarinnar. Við könnum síðan hug almennings til nýrrar ríkisstjórnar en skýr krafa er um að kosningaloforðin verði efnd. Rætt verður við nýjan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem segir ekki koma til greina að leysa kjaradeilu sjómanna með því að setja lög á verkfallið.

 

Þá tökum við ferðamenn í Reynisfjöru tali en fæstir virðast gera grein fyrir hættum sem leynast í sjávarmálinu þar. Við sjáum Barack Obama, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, kveðja bandarísku þjóðina og verðum í beinni frá styrktartónleikum Krafts á Kex. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×