Handbolti

Birna Berg markahæst í tapi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birna Berg skoraði sex mörk úr níu skotum.
Birna Berg skoraði sex mörk úr níu skotum. vísir/getty

Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í liði Glassverket sem laut í lægra haldi fyrir Byåsen Elite, 28-21, í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Birna Berg skoraði sex mörk úr níu skotum í leiknum. Þau dugðu þó ekki til.

Byåsen var einu marki yfir í hálfleik, 12-11, en í seinni hálfleik reyndust heimakonur sterkari aðilinn og unnu að lokum sjö marka sigur, 28-21.

Með sigrinum fór Byåsen upp fyrir Glassverket og í 2. sæti deildarinnar. Bæði lið eru með 15 stig eftir 10 leiki.

Næsti leikur Glassverket er gegn Oppsal eftir viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira