Handbolti

Birna Berg markahæst í tapi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birna Berg skoraði sex mörk úr níu skotum.
Birna Berg skoraði sex mörk úr níu skotum. vísir/getty

Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í liði Glassverket sem laut í lægra haldi fyrir Byåsen Elite, 28-21, í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Birna Berg skoraði sex mörk úr níu skotum í leiknum. Þau dugðu þó ekki til.

Byåsen var einu marki yfir í hálfleik, 12-11, en í seinni hálfleik reyndust heimakonur sterkari aðilinn og unnu að lokum sjö marka sigur, 28-21.

Með sigrinum fór Byåsen upp fyrir Glassverket og í 2. sæti deildarinnar. Bæði lið eru með 15 stig eftir 10 leiki.

Næsti leikur Glassverket er gegn Oppsal eftir viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira