Handbolti

HM-hópurinn klár | Bjarki dettur út

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már þarf að horfa á leiki Íslands úr stúkunni, allavega til að byrja með.
Bjarki Már þarf að horfa á leiki Íslands úr stúkunni, allavega til að byrja með. vísir/anton

Geir Sveinsson hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu hefja leik á HM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á morgun gegn Spáni.

Geir valdi 15 leikmenn sem munu hefja leik en eitt sæti verður opið og er hægt að bæta inn sextánda leikmanni hvenær sem er á meðan mótinu stendur.

Bjarki Már Gunnarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru ekki í hópnum og mun Stefán halda til síns heima á morgun en Bjarki verður áfram í Frakklandi með íslenska hópnum.

Sem kunnugt er verður Aron Pálmarsson ekki með íslenska liðinu á HM og þá er Vignir Svavarsson veikur. Ekki er þó útséð með það að hann taki þátt í mótinu.

Leikmannahópur Íslands:

Markverðir:
Aron Rafn Eðvarðsson, SG BBM Bietigheim
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad    
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV

Vinstri hornamenn:
Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen

Hægri hornamenn:
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Vinstri skytttur:
Guðmundur Hólmar Helgason, Cesson Rennes
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad

Leikstjórnendur:
Arnór Atlason, Aalborg Håndbold
Gunnar Steinn Jónsson, IFK Kristianstad
Janus Daði Smárason, Haukar

Hægri skyttur:
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold
Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira