Handbolti

Omeyer í ham í stórsigri Frakka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Omeyer varði 14 skot í fyrri hálfleik.
Omeyer varði 14 skot í fyrri hálfleik. vísir/getty

Frakkar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Brasilíumenn að velli í upphafsleik HM 2017. Lokatölur 31-16, Frakklandi í vil.

Frakkar fengu lygilega markvörslu í leiknum í París í kvöld. Hinn fertugi Thierry Omeyer varði 14 skot í fyrri hálfleik (67%) og Vincent Gerard níu í þeim seinni (50%). Sá síðarnefndi skoraði einnig eitt mark.

Frakkar byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir 17 mínútur var staðan orðin 10-3. Tíu mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 17-7.

Didier Dinart, sem stýrði Frökkum í fyrsta sinn á stórmóti í kvöld, gat leyft sér að dreifa álaginu og koma sem flestum leikmönnum í gang fyrir framhaldið. Í seinni hálfleik jókst munurinn enn frekar og Frakkar unnu að lokum 15 marka sigur, 31-16.

Valentin Porte var markahæstur í franska liðinu með sex mörk. Adrien Dipanda, Michael Guigou, Nikola Karabatic, Daniel Narcisse og Olivier Nyokas skoruðu þrjú mörk hver.

Næsti leikur Frakka er gegn Japan á laugardaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira