Sport

Conor sótti um einkaleyfi fyrir nafn sitt og viðurnefni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Conor McGregor. Nordicphotos/Getty
Conor McGregor. Nordicphotos/Getty

Conor McGregor hefur sótt um einkaleyfi fyrir bæði nafni sínu og viðurnefni, „The Notorious“ eða sá alræmdi. ESPN greinir frá.

Það var fyrirtæki hans, McGregor Sports and Entertainment, sem sóttist eftir þessu hjá einkaleyfisstofu Bandaríkjanna.

Í umsókninni kom fram að fyrirhugað væri að nota nöfnin tvö í varningi á borð við rakspíra, tölvuleiki, bækur, klæðnað, veitingastaði og rakarastofur.

Fram kemur í fréttinni að þó svo að UFC og Reebok, aðalstyrktaraðili UFC, hafi rétt á að nota nöfn McGregor þá eigi fyrirtækin ekki markaðsréttinn á nöfnunum.

Conor McGregor hefur verið í fréttunum síðustu daga og vikur vegna hugsanlegs bardaga við hnefaleikakappann Floyd Mayweather, sem er sagður viljugur að láta verða af bardaga þeirra.

Mayweather er hættur að boxa en hann tapaði aldrei bardaga á ferlinum. Hann hefur verið einn allra tekjuhæsti íþróttamaður heims síðustu árin og hefur á tæpum sjö árum lagt fram 230 umsóknir fyrir einkaleyfum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira