Lífið

Varar við rafrettum: Missti sjö tennur eftir að tækið sprakk framan í hann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andrew Hall fór ekki vel eftir smók.
Andrew Hall fór ekki vel eftir smók.
„Síðasti sólahringur hefur verið ótrúlega erfiður og sem betur fer er ég með gott fólk í kringum mig,“ segir Andrew Hall í færslu á Facebook. Færslan hefur verið mikla athygli á Facebook en Hall er allur mjög illa farinn í andlitinu. Ástæðan er að rafsígarettutæki sprakk í andlitið á honum.

„Ég er núna á gjörgæsludeildinni og hef það ágætt miðað við aðstæður. Ég vape-aði en núna er ég hættur. Ég vil deila þessari færslu til þess að koma í veg fyrir að fólk byrji að vape-a. Ég hef reykt rafsígarettur í um eitt ár og ég get fullvissað alla að ég var ekki að gera neitt öðruvísi í tengslum við tækið. Batterístaðan var góð og allt eins og það átti að vera en þetta sprakk allt saman í andlitið á mér.“

Hall segir að hann hafi misst sjö tennur og fengið 2. stigs brunasár í andlitið þegar sprengingin átti sér stað.

„Ég var samt sem áður heppinn en skemmdirnar heima hjá mér eru mjög miklar,“ segir Hall og hvetur fólk í leiðinni til að deila færslunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×