Erlent

Skotland verði að hafa val um sjálfstæði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nicola Sturgeon vill vera í ESB.
Nicola Sturgeon vill vera í ESB. Fréttablaðið/AFP
Nicola Sturgeon, æðsti ráðherra Skotlands, segir að áætlun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið sé „efnahagslegt stórslys“. Skotland verði að hafa val um sjálfstæði verði sjónarmiðum Skota varðandi Brexit hafnað. Reuters greinir frá.

Þetta kom fram í máli Sturgeon eftir að Theresea May, forsætisráðherra Bretlands, hélt fyrr í dag ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit. Sagði hún að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir útgöngu ríkisins.

Sturgeon segir að Skotar hafi kosið gegn Brexit með afgerandi hætti þegar kosið var um útgöngu Bretlands úr ESB á síðasta ári en yfirgæfandi meirihluti Skota kaus með því að vera áfram innnan ESB. Sturgeon, fyrir hönd skosku heimastjórnarinnar, lagt til fjölda tillagna um stöðu Skotlands innan Bretlands, eftir Brexit, meðal annars að Skotland hafi áfram aðgang að innri markaði ESB eftir útgöngu Bretlands.

Segir hún að Skotland verði að fá staðfestingu á því að verið sé að taka tillögurnar til greina innan bresku ríkistjórnarinnar. Hún segir þó að eftir ræðu May séu allar líkur á því að Skotar muni krefjast þess að fá að greiða atkvæði um sjálfstæði á ný, en Skotar höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014.


Tengdar fréttir

May stefnir á „hart Brexit“

Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×