Erlent

Elsta risapanda heims hélt upp á 37 ára afmælið

atli ísleifsson skrifar
Elsta risapanda heims sem ekki lifir villt í náttúrunni hélt upp á 37 ára afmælisdag sinn í dag. Að sögn sérfræðinga samsvarar það til um 140 mannsára.

Risapandan Basi var klædd sérútbúinni afmæliskórónu í tilefni dagsins og var henni boðið upp á súpu úr maísmjöli og eggjum á rannsóknarmiðstöðinni í suðurhluta landsins þar sem hún dvelur.

Basi getur einungis neytt fljótandi fæðis og lítið magn bambuslaufa. Basi glímir við háan blóðþrýsting og starblindu en er annars við góða heilsu.

Basi er líklegast þekktasta risapandan í Kína og var fyrirmynd lukkudýrs Asian Games árið 1990.

Sjá má innslag Xinhua um afmælisbarnið að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×