Innlent

Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Árásin var talin það alvarleg að úrskurða þurfti manninn í svo langt gæsluvarðhald.
Árásin var talin það alvarleg að úrskurða þurfti manninn í svo langt gæsluvarðhald. vísir/anton brink
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald en hann er grunaður um alvarlega líkamsárás í Gerðunum á nýársnótt. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá málinu en Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfesti þetta í samtali við Vísi.

Grímur segir að tilkynnt hafi verið um árásina snemma í nótt. Talið sé að maðurinn hafi barið fórnarlambið nokkrum sinnum í höfuðið með barefli. Fórnarlambið var flutt á slysadeild og gerandinn handtekinn skömmu síðar. Mennirnir eru tengdir fjölskylduböndum.

Að sögn Gríms var maðurinn leiddur fyrir dómara upp úr hádegi í dag þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. janúar næstkomandi. Árásin er talin það alvarleg að nauðsynlegt hafi verið að úrskurða manninn í svo langt gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×