Sport

Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronda átti ekki möguleika gegn Amöndu Nunes.
Ronda átti ekki möguleika gegn Amöndu Nunes. vísir/getty
Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ronda sendi ESPN í kjölfar tapsins fyrir Amöndu Nunes aðfaranótt gamlársdags.

Ronda entist aðeins í 48 sekúndur gegn Nunes en hún hefur nú tapað tveimur bardögum í röð.

„Ég vil þakka öllum aðdáendum mínum sem hafa staðið við bakið á mér í blíðu jafnt sem stríðu. Orð fá því ekki lýst hversu mikils virði ást ykkar og stuðningur er mér,“ sagði Ronda í yfirlýsingunni.

„Síðasta árið fór öll mín einbeiting í endurkomuna og að komast á sigurbraut. En stundum - jafnvel þegar þú leggur allt í sölurnar - ganga hlutirnir ekki upp,“ bætti Ronda við.

Því hefur verið spáð að hin 29 ára gamla Ronda leggi hanskana á hilluna. Hún segist ekki hafa ákveðið hvað taki við hjá sér.

„Ég þarf að fá smá tíma til velta þessu fyrir mér og hugsa um framtíðina,“ sagði Ronda.

MMA

Tengdar fréttir

Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega

UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×