Innlent

Suðurlandsvegi í Flóa lokað vegna umferðaróhapps

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mjólkurbíll valt á veginum.
Mjólkurbíll valt á veginum. Vísir/magnús hlynur

Suðurlandsvegi í Flóa, austan við Selfoss, á milli Kjartansstaða og Bitru, hefur verið lokað fyrir umferð um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps.

Mjólkurbíll valt á veginum á tíunda tímanum, en lögregla segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Uppfært kl 12:
Ökumaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður. Hann er fastur í bílnum og unnið er að því að koma honum út úr honum svo hægt sé að flytja hann á slysadeild. Hann er einn í bílnum.

Lögregla gerir ekki ráð fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð í bráð. Vinnuvélar þurfi til þess að fjarlægja bílinn af veginum, en hann liggur þvert yfir veginn og því lokað fyrir umferð í báðar áttir. Færðin er nokkuð slæm og telur lögregla að það muni taka nokkra stund að koma öllum þeim tækjum og tólum sem til þarf á staðinn.

Fólki er bent á að fara hjáleið um vegi nr 305 og 302.

Uppfært kl. 13.15:
Búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsveg.


loftmyndir.is
vísir/magnús hlynur
vísir/magnús hlynur


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.