Sport

Ronda fékk sjö milljónir króna fyrir hverja sekúndu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rondu leið illa eftir bardagann enda var hún lamin eins og harðfiskur. Hugsanlega huggaði það hana eitthvað að kíkja á stöðuna á reikningnum eftir bardagann.
Rondu leið illa eftir bardagann enda var hún lamin eins og harðfiskur. Hugsanlega huggaði það hana eitthvað að kíkja á stöðuna á reikningnum eftir bardagann. vísir/getty
Ronda Rousey lét Amöndu Nunes lemja sig illa í bardaga þeirra um daginn og tók rúmar 7 milljónir króna fyrir hverja sekúndu í búrinu.

Alls fékk Ronda um 342 milljónir króna fyrir bardagann sem er það sama og Conor McGregor fékk í uppgefnum greiðslum fyrir UFC 202. Þetta eru hæstu greiðslur sem UFC hefur opinberlega greitt til bardagakappa sinna.

Ekki var gefið upp hvað Conor fékk fyrir UFC 205 þar sem New York-fylki er ekki að gefa upp launin líkt og gert er í Nevada. Summan sem hann fékk þar var þó klárlega meiri en þessar 3 milljónir dollara sem hann fékk fyrir UFC 202.

Nunes var ekki alveg á sömu launum og Ronda en hún fékk 23 milljónir króna í sinn hlut fyrir að pakka Rondu saman.

Cody Garbrandt, sem varð meistari í bantamvigt karla, fékk sömu upphæð og Nunes. Maðurinn sem hann reif beltið af, Dominick Cruz, fékk 40 milljónir króna í sinn hlut.

MMA

Tengdar fréttir

Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega

UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×