Enski boltinn

Svindl, kæra og allt á suðupunkti í lokaumferð spurningakeppni Messunnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lokaumferð spurningakeppni Messunnar á Stöð 2 Sport HD var sýnd í gær en þar hafa landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson keppt sín á milli og bráðfyndinni og skemmtilegri keppni.

Það er óhætt að segja að spennan hafi verið mikil í lokaumferðinni sem sýnd var í gærkvöldi þar sem strákarnir þurftu meðal annars að syngja nokkrar línur úr Lofsöngi og Ég er kominn heim. Það gekk misvel.

Þegar búið var að telja öll stigin upp úr pokanum voru tveir menn jafnir en þá kom í ljós að einn var með óhreint mjöl í pokahorninu sem reyndist honum dýrkeypt. Hver var það og hvað gerðist? Það má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×