Handbolti

HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus Daði er kominn með níu mörk í Bygma bikarnum.
Janus Daði er kominn með níu mörk í Bygma bikarnum. vísir/anton

Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana.

Janus Daði átti góðan leik gegn Egyptalandi í fyrradag og bætti enn frekar í gegn Ungverjalandi í Skjern í gær.

Janus Daði var markahæstur í íslenska liðinu í 27-30 tapi. Hann skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum.

HBStatz fylgist vel með frammistöðu íslensku strákanna og hefur nú tekið saman tölfræðiskýrslu sína frá leiknum í gær. Það er hægt að sjá úttekt þeirra á leiknum með því að smella hér.

Janus Daði fékk hæstu einkunn bæði í vörn og sókn á móti Egyptalandi hjá HBStatz. Hann fékk 8,1 í einkunn fyrir sóknarleikinn og 7,7 fyrir varnarleikinn. Heildareinkunn hans (7,9) var sú hæsta í íslenska liðinu.

Það sama var uppi á teningnum gegn Ungverjalandi í gær. Janus Daði fékk 9,5 í einkunn fyrir sóknarleikinn en auk markanna sjö gaf hann eina stoðsendingu, bjó til fimm færi fyrir liðsfélaga sína og fiskaði eitt víti.

Janus Daði fékk 8,3 í heildareinkunn fyrir frammistöðuna gegn Ungverjum. Næstur kom Björgvin Páll Gústavsson með 7,4 í heildareinkunn.

Rúnar Kárason var besti varnarmaður Íslands í leiknum í gær með 7,0 í einkunn. Rúnar var með fimm löglegar stöðvanir (þegar leikmaður brýtur af sér án þess að fá tvær mínútur eða rautt spjald) og stal boltanum einu sinni.

Besta frammistaðan í sókn á móti Ungverjum:
Janus Daði Smárason 9,5
Ómar Ingi Magnússon 7,5
Rúnar Kárason 6,9
Guðjón Valur Sigurðsson 6,2

Besta frammistaðan í vörn á móti Ungverjum:
Rúnar Kárason 7,0
Guðjón Valur Sigurðsson 6,5
Bjarki Már Gunnarsson 6,4
Guðmundur Hólmar Helgason 6,1

Besta frammistaðan í heild á móti Ungverjum:
Janus Daði Smárason 8,3
Björgvin Páll Gústavsson 7,4
Ómar Ingi Magnússon 6,9
Rúnar Kárason 6,5
Guðjón Valur Sigurðsson 6,0


Tengdar fréttir

Janus Daði búinn að semja við Álaborg

Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason stóð sig vel með landsliðinu í Gigantium-höllinni í Álaborg í gær og það verður hans heimavöllur á næstu leiktíð.

Ungu strákana langar á HM

Íslenska handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Egyptum í gær í fyrsta undirbúningsleik fyrir HM í Frakklandi. Liðið kom sterkt til baka eftir slaka byrjun. Ungu strákarnir mættu mjög grimmir til leiks.

HBStatz: Janus Daði bestur í bæði sókn og vörn á móti Egyptalandi

Janus Daði Smárason átti mjög góða innkomu í íslenska handboltalandsliðið í þriggja marka sigri liðsins á Egyptalandi á Bygma-æfingamótinu í Danmörku í gær. HBStatz tölfræðigreiningin sýnir og sannar að Haukamaðurinn hafi spilað best allra í íslenska liðinu í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira