Íslenski boltinn

Loksins gull hjá Álftanes stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Álftanes er Íslandsmeistari í Futsal kvenna 2017.
Álftanes er Íslandsmeistari í Futsal kvenna 2017. Mynd/SPORTTV

Álftanes er Íslandsmeistari í Futsal kvenna eftir 4-3 sigur á Selfossi í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í kvöld.

Liðin voru að mætast annað árið í röð en Álftanes liðið náði þarna að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum fyrir ári síðan.

Erna Birgisdóttir skoraði tvívegis fyrir Álftanes en hin mörkin skoruðu þær Oddný Sigurbergsdóttir og Saga Kjærbech Finnbogadóttir.

Álftanes komst í 1-0 og 4-1 í úrslitsleiknum en Eva Lind Elíasdóttir jafnaði metin í 1-1. Erna Guðjónsdóttir minnkaði síðan muninn í 4-2 og svo aftur í 4-3 þegar rúm mínúta var eftir.

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Álftanes í Futsal kvenna en liðið var fimm sinnum búið að fá silfur á undanförnum árum og hafði meðal annars tapað í úrslitaleiknum undanfarin fjögur ár.


Álftanes - Selfoss 4-3 (3-1)
Mörkin:
1-0 Oddný Sigurbergsdóttir  (3.) (Erna Birgisdóttir)
1-1 Eva Lind Elíasdóttir (12.)
2-1 Erna Birgisdóttir (14.)
3-1 Saga Kjærbech Finnbogadóttir (19.)
- Hálfleikur
4-1 Erna Birgisdóttir (21.)
4-2 Erna Guðjónsdóttir (26.)
4-3 Erna Guðjónsdóttir (39.)
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira