Sport

Sunna Rannveig valin bardagakona ársins 2016

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sunna Rannveig vann sinn fyrsta atvinnumannabardaga í september.
Sunna Rannveig vann sinn fyrsta atvinnumannabardaga í september. MYND/MJOLNIR.IS/KJARTAN PÁLL
Sunna Rannveig Davíðsdóttir var valin bardagakona ársins 2016 af vefsíðunni mmaViking.com.

Sunna þreytti frumraun sína sem atvinnumaður í MMA þegar hún vann Ashley Greenway í Invicta FC 19 í september.

Þetta er önnur viðurkenningin sem Sunna fær á skömmum tíma en á gamlársdag var hún valin nýliði ársins af aðdáendum Invicta Fighting Championships bardagasambandinu í Bandaríkjum.

Sunna gerðist atvinnumaður í MMA í fyrra, fyrst íslenskra kvenna, er hún skrifaði undir langtímasamning við Invicta.

Sunna, sem er 31 árs, skaust upp á stjörnuhiminn þegar hún varð Evrópumeistari í MMA 2015.

MMA

Tengdar fréttir

Sunna Rannveig valin nýliði ársins af aðdáendum

Aðdáendur völdu Sunnu Rannveigu sem nýliða ársins hjá Invicta Fighting Championships bardagasambandinu í Bandaríkjum en hún greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×