Lífið

Ed Sheeran steig í hver á Íslandi og brenndi sig illa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Var á ferð um Ísland á síðasta ári og lendu í þessu óheppilega atviki.
Var á ferð um Ísland á síðasta ári og lendu í þessu óheppilega atviki. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran var staddur á Íslandi á síðasta ári. Hann ferðaðist um Suðurlandið og brenndi sig meðal annars nokkuð illa á fæti er hann steig í sjóðandi heitan hver.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali BBC Radio 1 við Sheeran sem tekið var á föstudaginn í tilefni þess að hann hefur gefið út nýja tónlist eftir að hafa ferðast um heiminn á síðasta ári.

Líkt og Vísir greindi frá á síðasta ári gerði Sheeran margt og mikið á Íslandi en hann fagnaði meðal annars 25 ára afmæli sínu hér á landi.

Í viðtali við BBC segir Sheeran þó að reynsla sín af hverum hér á landi hafi verið með því hræðilegra sem hann lenti í á ferðum sínum um heiminn á síðasta ári.

„Ég seti fótinn í sjóðandi hver á Íslandi og húðin á fætinum á mér bráðnaði,“ sagði Sheeran sem var þá spurður að því hvað hver væri.

„Það er sjóðandi pollur af vatni. Ég held að hann sé um 200 gráður heitur. Ég var í Timberland-skóm sem eru ekki lengur til,“ sagði Sheeran.

Bráðnaði hann?

„Já, hann er farinn,“ sagði Sheeran.

Tvö ný lög komu út frá enska tónlistarmanninum Ed Sheeran fyrir helgi og eru þau bæði aðgengileg á Spotify. Þessi Íslandsvinur hefur ekki gefið út lag síðan í júní árið 2015 en í millitíðinni tók hann sér til að mynda frí í heilt ár frá samfélagsmiðlum auk þess sem hann ferðaðist um heiminn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×