Lífið

Magnaður flutningur Jóhönnu Guðrúnar á Vetrarsól

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Jólatónleikar Fíladelfíu fóru fram 6. og 7. desember síðastliðinn. Þar kom gospelkór Fíladelfíu fram ásamt valinkunnum tónlistarmönnum. Kórnum stjórnaði Óskar Einarsson en Jón Jónsson og Jóhanna Guðrún komu fram sem sérstakir gestasöngvarar. 

Tónleikunum var sjónvarpað á aðfangadagskvöld í opinni dagskrá á Stöð 2. 

Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá magnaðan flutning Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól eftir Gunnar Þórðarson sem Björgvin Halldórsson gerði frægt á sínum tíma. 

Lagið er einstaklega kraftmikið í flutningi Jóhönnu og gospelkórsins og óhætt að fullyrða að gæsahúðin hljóti að hafa hríslast um tónleikagesti við enda flutningsins.

Hér fyrir neðan má sjá Jón Jónsson flytja lagið Glæddu jólagleði í þitt hjarta

Jón Jónsson og Edgar Smári flytja lagið I Pray on Christmas ásamt gospelkórnum. 

Gullfallegur flutningur Jóhönnu Guðrúnar og gospelkórsins á einu dáðasta jólalagi allra tíma, Heims um ból. 

 

Stuðið náði hámarki þegar Jóhanna Guðrún og Jón Jónsson leiddu hesta sína saman og fluttu lagið Jólaskap. 

Jóhanna Guðrún flytur lagið Við segjum gleðileg jól af mikilli innlifun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×