Sport

Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ronda réði ekkert við Nunes í bardaganum í nótt.
Ronda réði ekkert við Nunes í bardaganum í nótt. Vísir/Getty

Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í fjölmiðlaumfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en Nunes var ekki lengi að afgreiða Rondu í búrinu í nótt.

Var þetta fyrsti bardagi Rondu eftir þrettán mánaða fjarveru en Ronda entist ekki nema í mínútu inn í búrinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann og dæmdi Nunes sigurinn.

Sjá einnig: Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega

Ronda hefur lítið tjáð sig í fjölmiðlum í kringum bardagann en hún fékk þrjár milljónir dollara fyrir bardagann á meðan Nunes fékk aðeins 200 þúsund dollara.

„Þetta er mín stund, hún átti sinn tíma á toppnum en nú er ég meistarinn. Ég veit að fjölmiðlar elska Rondu en ég hef verið að undirbúa mig fyrir þennan bardaga síðan ég byrjaði í UFC,“ sagði Nunes og bætti við:

„Hún ætti að einbeita sér að leikaraferlinum. Fjölmiðlar ættu að hætta að einblína hana og horfa á þá sem eru í þessari íþrótt af fullum krafti.“


Tengdar fréttir

Drottningin snýr aftur

Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira