Sport

Sunna Rannveig valin nýliði ársins af aðdáendum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sunna þreytti frumraun sína í MMA á árinu.
Sunna þreytti frumraun sína í MMA á árinu. vísir/allan suarez

Sunna Rannveig Davíðsdóttir var í kvöld valin nýliði ársins af aðdáendum hjá Invicta Fighting Championships bardagasambandinu í Bandaríkjum.

Sunna greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld en tíst Sunnu má sjá hér fyrir neðan.

Sunna er með samning hjá Invicta en hún kepptist við fimm aðra bardagakappa um titilinn nýliði ársins.

Sunna gerðist atvinnumaður í MMA á árinu, fyrst íslenskra kvenna er hún skrifaði undir langtímasamning við Invicta.

Keppti hún í sínum fyrsta atvinnumannabardaga í lok september og voru úrslitin aldrei í hættu gegn Ashley Greenway.
Fleiri fréttir

Sjá meira