Sport

Sunna Rannveig valin nýliði ársins af aðdáendum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sunna þreytti frumraun sína í MMA á árinu.
Sunna þreytti frumraun sína í MMA á árinu. vísir/allan suarez

Sunna Rannveig Davíðsdóttir var í kvöld valin nýliði ársins af aðdáendum hjá Invicta Fighting Championships bardagasambandinu í Bandaríkjum.

Sunna greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld en tíst Sunnu má sjá hér fyrir neðan.

Sunna er með samning hjá Invicta en hún kepptist við fimm aðra bardagakappa um titilinn nýliði ársins.

Sunna gerðist atvinnumaður í MMA á árinu, fyrst íslenskra kvenna er hún skrifaði undir langtímasamning við Invicta.

Keppti hún í sínum fyrsta atvinnumannabardaga í lok september og voru úrslitin aldrei í hættu gegn Ashley Greenway.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira