Lífið

Poppkastið: Bestu jólamyndirnar og hvað er hægt að læra af þeim

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um norsku unglingaþættina Skam, besta jólalag allra tíma og dásamlegt photobomb Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá er snert á kynjamisrétti sem Björk segist hafa orðið fyrir eftir plötusnúðasett, nýjustu kvikmynd Wes Anderson og söguna endalausu um erfiðleika Kanye West.

Þá fá Hulda og Stefán til sín góðan gest, blaðamanninn Benedikt Bóas Hinriksson, sem fer yfir bestu jólamyndir allra tíma og hvaða lærdóm áhorfendur geta dregið af þeim.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að neðan má hlusta á fimmta þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes. Hér má fylgjast með Poppkastinu á Facebook.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×