Sport

Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Conor fagnar eftir sigurinn á Eddie Alvarez í síðasta mánuði.
Conor fagnar eftir sigurinn á Eddie Alvarez í síðasta mánuði. vísir/getty

Conor McGregor sendi Floyd Mayweather væna pillu á Twitter í dag.

Írinn kjaftfori birti þar mynd af sér og Mayweather og sagði hann muni „brjóta á honum andlitið“.

Þrálátur orðrómur hefur verið á sveimi um mögulegan bardaga Conors og Mayweathers.

Ekkert hefur þó enn orðið úr því en miðað við þetta síðasta útspil Conors er ljóst að Írinn er tilbúinn að reyna sig gegn bandaríska hnefaleikamanninum sem lagði hanskana á hilluna í fyrra.
Fleiri fréttir

Sjá meira