Erlent

Carrie Fisher á gjörgæslu eftir hjartaáfallið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Carrie Fisher.
Carrie Fisher. vísir/getty
Leikkonan Carrie Fisher, sem er þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk prinsessunnar Leiu í Stjörnustríðsmyndunum, er á gjörgæslu eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall þegar hún var á leið til Los Angeles með flugi frá London í gær.

Todd Fisher, bróðir Carrie, sagði við fjölmiðla í dag að vel væri hugsað um systur hans á gjörgæslu spítala eins í LA en hann gæti ekki fullyrt mikið um ástand hennar.

„Ég get ekki sagt að ástand hennar sé stöðugt, ég get heldur ekki sagt að hún sé í góðu lagi eða ekki í góðu lagi,“ er haft eftir Todd á vef Guardian.

Þá hefur ekkert fengist uppgefið um ástand Carrie frá forsvarsmönnum eða læknum spítalans þar sem hún dvelur.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×