Sport

Hjálpaðu Sunnu að verða nýliði ársins í Invicta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sunna er tilnefnd sem nýliði ársins.
Sunna er tilnefnd sem nýliði ársins. vísir/baldur kristjáns

Sunna Rannveig Davíðsdóttir kemur til greina sem nýliði ársins hjá Invicta Fighting Championships, en það eru stór bardagasambönd í Bandaríkjum.

Sunna er með samning við Invicta, en hún er tilnefnd sem nýliði ársins ásamt fimm öðrum. Hægt er að kjósa á heimasíðu Invicta, en þegar þetta er skrifað er Sunna með 8% kosningu.

Hún gerðist atvinnumaður á árinu, en hún varð því fyrsta konan sem skrifar undir atvinnumannasamning í MMA. Sunna gerði langtímasamning við Invicta, en hún varð meðal annars Evrópumeistari í MMA í fyrra í sínum þyngdarflokki.

Einnig keppti hún sinn fyrsta atvinnubardaga í lok september, en hún vann hann gegn Ashley Greenway. Sigurinn var aldrei í hættu.

Við hvetjum fólk til að fara inná síðu Invicta og kjósa Sunnu sem nýliða ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira