Erlent

Carrie Fisher er dáin

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Leikkonan og rithöfundurinn Carrie Fisher er látin. Hún var 60 ára gömul en hún fékk alvarlegt hjartaáfall í flugi frá London til Los Angeles á föstudaginn, 23. desember. Hún var flutt á sjúkrahús, þar sem hún lést í dag. Þetta kemur fram á vef People sem hefur fregnirnar eftir talsmanni fjölskyldunnar.

Fisher er hvað þekktust fyrir að leika prinsessuna Leiu í Star Wars myndunum. Hún var einungis 19 ára gömul þegar tökur Star Wars: New Hope fóru fram.

„Hún var elskuð um veröld alla og verður sárt saknað,“ segir í tilkynningunni frá dóttur Fisher.

Foreldrar Fisher voru mikið viðrinin framleiðslu sjónvarpsþátta og kvikmynda og ólst hún upp í Hollywood. Hún hefur sagt frá því að hún hafi átt í vandræðum með fíkniefnaneyslu og hún hafi byrjað að reykja maríjúana einungis þrettán ára gömul. Árið 1985 greindist hún með geðhvarfasýki og varð ötul talskona fyrir málefni fólks sem glýmir við geðræn veikindi.

Mark Hamill, mótleikari Fisher í Star Wars, tjáir sig um fregnirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×