Sport

Ronda er mætt til Vegas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes.

Ronda hefur ekki sinnt mikilli fjölmiðlavinnu í aðdraganda bardagans en í þættinum sjáum við hana sitja fyrir og gera auglýsingar fyrir UFC.

Andstæðingur hennar er aftur á móti í mestu makindum að þvo þvott og lítið stress á henni.

Cody Garbrandt fer í matarveislu til Urijah Faber og skellir sér svo á skauta. Leyfir sér meira að segja smá sykurpúða nokkrum dögum fyrir bardaga.

Sjá má þáttinn hér að ofan.

Bardagakvöldið stóra fer fram aðfararnótt laugardags og er í beinni á Stöð 2 Sport.Fleiri fréttir

Sjá meira