Sport

Ronda er mætt til Vegas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes.

Ronda hefur ekki sinnt mikilli fjölmiðlavinnu í aðdraganda bardagans en í þættinum sjáum við hana sitja fyrir og gera auglýsingar fyrir UFC.

Andstæðingur hennar er aftur á móti í mestu makindum að þvo þvott og lítið stress á henni.

Cody Garbrandt fer í matarveislu til Urijah Faber og skellir sér svo á skauta. Leyfir sér meira að segja smá sykurpúða nokkrum dögum fyrir bardaga.

Sjá má þáttinn hér að ofan.

Bardagakvöldið stóra fer fram aðfararnótt laugardags og er í beinni á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira