Erlent

Þing Kólumbíu samþykkir sakaruppgjafir fyrir skæruliða

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Skæruliði FARC samtakanna.
Skæruliði FARC samtakanna. Vísir/EPA
Kólumbíska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að skæruliðar þar í landi fái sakaruppgjöf fyrir lítilsháttar brot. Landinu hefur verið haldið í greipum mannskæðrar borgarastyrjaldar í tugi ára þar sem skæruliðahreyfingin FARC hefur verið atkvæðamest í átökum við ríkisstjórn landsins. BBC greinir frá.

Lögin þýða að þúsundir skæruliða sem barist hafa undir merkjum FARC hreyfingarinnar þurfa ekki að óttast áreiti yfirvalda fyrir lítilsháttar afbrot. Hið sama gildir þó ekki um þá sem sakaðir hafa verið um alvarlegri afbrot.

Er þetta liður í því að ná fram bættum friðarsamningum á milli ríkisins og skæruliðahreyfingarinnar, en áður hafði meirihluti Kólumbíumanna kosið gegn friðarsamkomulagi, en í því samkomulagi var skæruliðum sýnd of mikil linkind að margra mati.

Því settist ríkisstjórnin og leiðtogar FARC hreyfingarinnar niður til að ná fram ákjósanlegri samningum fyrir þá sem kusu gegn upprunalega friðarsamkomulaginu og var uppfært friðarsamkomulag samþykkt af þinginu þann 1.desember síðastliðin.

Ekki verður kosið um hið nýja friðarsamkomulag í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og hið fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×