Sport

Cody þoldi ekki stríðni um kærustuna og gekk út úr viðtali

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Dominick Cruz og Cody Garbrandt mættust í sjónvarpsrimmu í gær en voru þó í sitt hvoru heberginu í Las Vegas.

Þeir berjast aðfararnótt laugardags í næststærsta bardaganum á UFC 207 en aðalbardaginn er á milli Rondu Rousey og Amöndu Nunes.

Cruz er handhafi bantamvigtarbeltisins en flestir búast við því Garbrandt láti Cruz hafa fyrir hlutunum en Cruz hefur unnið þrettán bardaga í röð. Tapaði síðast árið 2007.

Cruz sagði á dögunum að kærasta Cody væri greinilega í buxunum í þeirra sambandi. Hann hélt uppteknum hætti þarna og sagði Garbrandt að passa betur upp á hana.

Þar snerti hann greinilegi viðkvæman streng hjá Garbrandt því hann stóð upp og ætlaði yfir í herbergið hans Cruz til þess að lúskra á honum. Öryggisverðir UFC leyfðu það að sjálfsögðu ekki.

Það er því 1-0 í sálfræðistríðinu fyrir Cruz sem er svolítið að skóla strákinn til í aðdragandanum.

Uppákomuna má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira