Sport

Ragnheiður Sara hafði sigur í Dúbaí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur tvisvar hafnað í 3. sæti á heimsleikunum í crossfit.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur tvisvar hafnað í 3. sæti á heimsleikunum í crossfit. Vísir/Daníel

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð hlutskörpust á sterku crossfit- og fitnessmóti í Dúbaí, Dubai Fitness Championship, í dag.

Ragnheiður Sara náði forystunni strax á fyrsta degi og hélt henni út mótið. Hún fékk alls 1266 stig, 45 stigum meira en Samantha Briggs sem varð önnur.

Annie Mist Þórisdóttir hafnaði í 3. sæti en þessi fyrrum tvöfaldi heimsmeistari í crossfit fékk 1178 stig. Hún hækkaði sig um eitt sæti í lokagreininni.

Þuríður Erla Helgadóttir lenti í 11. sæti og Eik Gylfadóttir í því tólfta. Þær fóru báðar upp um nokkur sæti í lokagrein mótsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira