Sport

Bjarki Þór vann eftir ólöglegt hné andstæðingsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Þór hefur unnið báða bardaga sína sem atvinnumaður í MMA.
Bjarki Þór hefur unnið báða bardaga sína sem atvinnumaður í MMA. mynd/kjartan páll/mjölnir.is

Bjarki Þór Pálsson sigraði Englendinginn Alan Proctor í öðrum bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA í kvöld. Bardaginn fór fram í London.

Proctor var dæmdur úr leik eftir ólöglegt hnéspark í andlit Bjarka í 3. lotu bardagans.

Bjarki ku vera í lagi en mjög bólginn í andliti að því er fram kemur á mmafrettir.is.

Bjarki hefur þar með unnið báða bardaga sína sem atvinnumaður en hann sigraði Pólverjann Adam Szczepaniak örugglega í fyrsta bardaga sínum í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira