Sport

Bjarki Þór vann eftir ólöglegt hné andstæðingsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Þór hefur unnið báða bardaga sína sem atvinnumaður í MMA.
Bjarki Þór hefur unnið báða bardaga sína sem atvinnumaður í MMA. mynd/kjartan páll/mjölnir.is

Bjarki Þór Pálsson sigraði Englendinginn Alan Proctor í öðrum bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA í kvöld. Bardaginn fór fram í London.

Proctor var dæmdur úr leik eftir ólöglegt hnéspark í andlit Bjarka í 3. lotu bardagans.

Bjarki ku vera í lagi en mjög bólginn í andliti að því er fram kemur á mmafrettir.is.

Bjarki hefur þar með unnið báða bardaga sína sem atvinnumaður en hann sigraði Pólverjann Adam Szczepaniak örugglega í fyrsta bardaga sínum í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira