Innlent

Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kísilmálmverksmiðjan í Reykjanesbæ
Kísilmálmverksmiðjan í Reykjanesbæ
Í kvöld klukkan átta verður haldinn íbúafundur í Reykjanesbæ þar sem farið verður yfir þá ófyrirséðu mengun sem hefur komið frá nýrri kísilmálmverksmiðju United Silicon í bænum.



Fyrir þremur vikum var sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins að þessi byrjunarvandi væri úr sögunni en sú varð ekki raunin. Kvörtunum frá íbúum hefur fjölgað síðustu daga.  Sigrún Ágústsdóttir, deildarstjóri hjá Umhverisstofnun, segir að fyrirtækið hafi slökkt á ofninum sem gefur frá sér mengunina og megna brunalykt, eftir að vinnuslys varð.

Umhverfisstofnun sendi fyrirmæli í kjölfarið að setja framleiðsluna ekki í gang eftur fyrr en tiltekin gögn vegna eftirlits væru tilbúin. Nú hafa gögnin verið send til Umhverfisstofnunar og fyrirmælunum verið aflétt, en framleiðslan liggur enn niðri.  

„Það stendur enn yfir athugun vegna vinnuslyssins. En það hafa verið send gögn til okkar frá fyrirtækinu sem við höfum farið yfir þannig að það hefur verið aflétt þessum fyrirmælum af hálfu Umhverfisstofnunar. Þeim verður fylgt eftir í eftirliti engu að síður. Það er nauðsynlegt að sjá hver framkvæmdin er í reynd,” segir Sigrún og viðurkennir að áhrif af starfseminni hafi verið meiri en gert var ráð fyrir.

En getur mengunin valdið íbúum skaða?



„Það myndast ákveðnar lofttegundir sem geta haft áhrif. Fólk hefur lítið verið að leita til læknis, þó eru einhver dæmi um það, en betra er að læknar útskýri nákvæmlega áhrif eitrunarinnar. Þetta er eitthvað sem þarf að fylgjast vel með,” segir Sigrún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×