Sport

Holm og De Randamie berjast um fjaðurvigtartitilinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holly Holm í bardaganum gegn Rondu Rousey fyrir rúmu ári síðan. Stjarna Holly skein skært eftir þann bardaga en hún tapaði svo í titilvörninni gegn Mieshu Tate.
Holly Holm í bardaganum gegn Rondu Rousey fyrir rúmu ári síðan. Stjarna Holly skein skært eftir þann bardaga en hún tapaði svo í titilvörninni gegn Mieshu Tate. vísir/getty

Þann 11. febrúar munu þær Holly Holm og Germaine de Randamie keppa um titilinn í fjaðurvigt kvenna hjá UFC. Þetta er nýr þyngdarflokkur hjá konunum í UFC og því byrjað á að keppa um titilinn.

Þessi þyngdarflokkur er að stórum hluta settur á til þess að Cris „Cyborg“ Justino hafi flokk í UFC en hún ræður ekki við að skera sig niður í bantamvigtarflokkinn. Cyborg er líklega besta konan í UFC en hún mun samt ekki keppa um titilinn.

Ástæðan er sú að hún hafnaði því að keppa þetta kvöld og segist ekki vera til í að berjast fyrr en í mars.

Sú sem vinnur í febrúar mun því væntanlega mæta Cyborg í kjölfarið.


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira