Sport

Mayweather: Conor er að blása reyk upp í rassinn á fólki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er draumur margra að sjá Conor og Mayweather berjast.
Það er draumur margra að sjá Conor og Mayweather berjast.
Þó svo Conor McGregor sé búinn að næla sér í hnefaleikaleyfi í Kaliforníu þá segir Floyd Mayweather að þeir séu ekki að fara að berjast.

Í fyrsta lagi þar sem Mayweather berst alltaf í Las Vegas og hnefaleikaleyfi í Kaliforníu hjálpar því ekki Conor þar.

Svo segir Mayweather að þetta sé bara auglýsingabrella hjá Conor til að halda sér í umræðunni og næla í fleiri aðdáendur.

„Ég berst ekki í Kaliforníu og því í ósköpunum var hann að næla sér í leyfi þar? Ég skal bara segja ykkur eins og er. Conor er að blása reyk upp í rassinn á fólki. Hann vill í alvörunni ekki berjast við mig. Ég er þegar búinn að tala við yfirmann hans,“ sagði Mayweather.

„Hann er bara að þessu til að halda nafninu sínu á lofti. Vera áfram í umræðunni þó svo hann vilji ekki berjast við mig. Hann er að næla sér í fleiri aðdáendur og þetta er klókt hjá honum.“

Conor sjálfur gaf lítið fyrir þessi ummæli Mayweather.

„Floyd má fara til fjandans. Hvað ætlar hann að gera? Ég er að leita að hverjum sem er enda er það ég sem kem með stóru tölurnar.“

MMA

Tengdar fréttir

Er boxið að deyja?

Hnefaleikar eiga undir högg að sækja og það varð morgunljóst er aðeins 160 þúsund keyptu sér aðgang að stærsta bardaga ársins.

Conor kominn með hnefaleikaleyfi í Kaliforníu

Ef menn héldu að orðrómur um hnefaleikabardaga á milli Conor McGregor og Floyd Mayweather væri bara brandari þá þurfa sömu menn að fara að endurskoða þá afstöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×