Sport

Vin Diesel: Conor þurfti að ná í aftur í manndóminn sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor vildi frekar ná fram hefndum gegn Nate Diaz en að leika með Vin Diesel.
Conor vildi frekar ná fram hefndum gegn Nate Diaz en að leika með Vin Diesel. vísir/getty

Conor McGregor átti að leika í myndinni „xXx. The Return of Xander Cage“ en hann hætti snarlega við eftir að hafa tapað gegn Nate Diaz á UFC 196.

Conor fór og æfði eins og skepna. Það skilaði sér í því að hann náði fram hefndum gegn Diaz.

„Ég vildi hafa mann með enska hreim í myndinni. Ég var klár með hlutverk fyrir Conor en eftir að hann tapaði fyrir Diaz lenti hann á dimmum stað. Hann varð að fara og ná í manndóminn sinn aftur,“ sagði Vin Diesel, aðalmaðurinn á bak við myndirnar.

„Ég hélt mig samt við að finna mann með enskan hreim sem gæti barist. Fullt af fólki í UFC eins og Ronda Rousey hafa skilað frábærum slagsmálaatriðum. Það er góð reynsla af UFC-fólki í bíómyndum og því fékk ég Michael Bisping til að leysa Conor af hólmi,“ sagði Diesel en Bisping er meistari í millivigt hjá UFC.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira