Tónlist

Sveittir gangaverðir snúa aftur og rappa um „The Arnalds“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur, Eyþór, Arnaldur og Ólöf, "The Arnalds“. Myndin er samsett.
Ólafur, Eyþór, Arnaldur og Ólöf, "The Arnalds“. Myndin er samsett. Vísir
Rappsveitin Sveittir gangaverðir hafa sent frá sér lagið Arnalds, fimmtán árum eftir að sveitin sló í gegn með lögum á borð við Boogie Boggie, Dansa út úr flippað og Hustler. Út er komið lagið Arnalds og fleiri lög eru væntanleg.

„Er það ekki comeback þegar líða 15 ár á milli laga,“ segir Andri Fannar Ottósson, einn af forsprökkum sveitarinnar. „Að sama skapi má segja að sveitin hafi ekki farið neitt.“

Óhætt er að segja að jólin séu tími sveitarinnar sem varð til á milli jóla og nýárs árið 1999. Þá voru strákarnir á öðru ári í menntó, hluti sveitarinnar var í MH en hinn í MS. Stór hluti sveitarinnar æfði saman körfubolta í KR en margir eru þeirrar skoðunar að rapp og körfubolti eigi jafnvel saman og malt og appelsín.

„Sveittir eru alltaf bestir um jólin, þegar fer að nálgast hátíðarnar,“ segir Andri og minnist á upphaf sveitarinnar á sínum tíma. Sveitin er að hans sögn enn skipuð sömu vinum, sjömenningum, sem eigi þó erfitt með að hittast enda búsettir víða um heim.

Auk Andra Fannars skipa sveitina þeir Guðmundur Bjarki, Markús, Sigurður Logi, Helgi Már, Hjalti Kristins og Óskar.


Sveittir gangaverðir voru stofnaðir um hátíðarnar árið 2010.
Heimsyfirráð sveittra gangavarða

Þannig má finna sveittan gangavörð í Hollandi, New York, Washington DC, Uppsölum í Svíþjóð auk þess sem einn þeirra er nýkomin til landsins eftir heimsreisu.

„Þetta hefur verið mikið heimshornaband en við fundum flöt á því sem er liður í því að menn eru komnir aftur.“

Andri Fannar segir að nýja lagið eigi sér langa sögu, grunnurinn hafi líklega verið kominn árið 2010 eða 2011 en erfitt sé að útskýra hvað verður til þess að menn hafi ráðist í útgáfu lagsins á þessum tímapunkti.

„Er ekki klisjan sú að listin taki yfir,“ segir Andri Fannar. Fólk fremji ekki listina heldur listin taki yfir fólkið. Aðspurður hvort sveitin ætli að fagna útgáfu lagsins með því að stíga á svið segist hann ekki viss um það en laginu verði þó fylgt eftir. Á leiðinni séu fleiri lög og myndbönd.

„Sveittir eru komnir í ham. Roll-on-in hafa verið sett niður og nú setur enginn slíkt undir hendur, það verður bara svitnað.“

Lagið má heyra hér og að neðan má lesa textann.


Arnaldur 

-this track is a comment on fame. peace all arnalds.

i am arnaldur, 

arnaldur indriða. 

i am arnaldur 

arnaldur indriða 

write a lot of books: 

deutsche bank money 

i am hella global 

represent ópal 

and iceland 

a very good tourist promotion 

i have my thrillers 

i also have short hair 

me and stig larsson 

used to chill alot 

now I am solo 

drive around on a lambo 

you just in a polo 

when i play whist 

i am best at nolo 

but I myself am grand and tromp 

get a lot of prizes 

for my crime novels 

crime novels, crime novels 

dark like ravens 

and if you sum up 

what I am saying 

it´s a whole lot of euros 

don´t be jealous 

i walk around in a 

cordorouy writers jacket 

i have my stylist to thank for that 

i smoke crack and eat lambs heads 

and go for walks 

that´s how I get ideas 

for my detective novels 

detective novels, detective novels 

dark like ravens 

everyone reads arnalds books 

arnalds, arnalds 

i am ólof arnalds 

always playing classics 

always making music 

i´m so fucking arnalds 

you can´t have me 

because I am a star 

much better than you 

and also that one over there 

because i am olof arnalds 

i know wizardry 

arts and crafts 

sold out tickets 

a veritable ólof arnalds 

you see me in town 

in high heels 

with a musical instrument under my arm 

and think: 

ólöf arnalds 

everyone reads arnalds books 

e-y-þ-ó-r arnalds 

arnalds arnalds 

a veritable arnalds 

i don´t like national radio 

because they never play todmobile 

i phone in and ask for listerners tune 

something by todmobile 

todmobile todmobile 

but they only play 

sweaty janitors 

what kind of name is that 

as a matter of fact 

it is utterly ridiculous 

not like arnalds, eyþór arnalds 

was once an intense cello player 

but now i am mellow 

if it´s saturday night, 

i listen to coldplay: yellow 

e-y-þ-ó-r ingi 

is not an arnalds, 

he is a fake 

however, i see that 

he is not doing very well 

in the role of the long haired guy 

in todmobile 

todmobile, todmobile, 

i wish i was in todmobile 

touring iceland with long hair, 

arnalds 

please, call me oli 

only oli 

oli arnalds 

oli arnalds 

you know me 

olafur arnalds 

bafta bafta 

senior inspiration 

i´m the most decent 

of all these celebs 

international 

i know I am a prodigy 

google: inspirational 

chilling with baltasar 

the main arnalds 

the one and only arnalds 

still so modest 

my heart is in mosfellsbær 

a child of nature 

who can do anything: 

drama or rapp, 

spit fast or slow, 

i´m sorry, this was god given 

i am not a medium joe, do everything better 

but have to go now, 

because now I am winter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×