Erlent

Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram

Atli Ísleifsson skrifar
Hin sjö ára Bana Alabed er í hópi þeirra sem hafa verið fluttir úr austurhluta Aleppo á síðustu klukkustundum. Hún hefur verið virk á Twitter og greint frá hörmulegum aðstæðum fólks í borginni.
Hin sjö ára Bana Alabed er í hópi þeirra sem hafa verið fluttir úr austurhluta Aleppo á síðustu klukkustundum. Hún hefur verið virk á Twitter og greint frá hörmulegum aðstæðum fólks í borginni. Vísir/AFP
Flutningar almennra borgara og uppreisnarmanna frá Aleppo er hafinn að nýju og fóru að minnsta kosti 350 manns frá austurhluta borgarinnar seint í gærkvöldi.

Áður hafði verið gert hlé á flutningunum vegna þess að kveikt var í rútum sem áttu að flytja fólk úr öðrum nærliggjandi bæjum, sem lúta stjórn stuðningsmanna Bashar al-Assads forseta en eru umkringdir af uppreisnarmönnum.

Þúsundir bíða þess að komast frá austurhluta Aleppo og hafast þar við í slæmum aðstæðum enda er sá hluti borgarinnar í rúst.

Í frétt BBC segir að í hópi þeirra sem hafa verið fluttir úr austurhluta Aleppo sé hin sjö ára Bana Alabed sem hefur verið virk á Twitter og greint frá hörmulegum aðstæðum fólks í borginni.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna munu í dag ræða hvort að senda beri eftirlitsmenn til að fylgjast með fólksflutningunum.

Uppreisnarmenn hafa ráðið yfir austurhluta Aleppo frá árinu 2012, en stjórnarherinn hefur á síðustu dögum náð tökum á borginni allri á nýjan leik.

Talsmaður mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights segir að fimmtíu rútur séu nú til taks til að flytja allt að þrjú þúsund manns úr austurhlutanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×