Viðskipti erlent

Nestlé minnkar sykurmagn í súkkulaði um 40 prósent

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nestlé framleiðir meðal annars KitKat.
Nestlé framleiðir meðal annars KitKat. Vísir/Getty
Svissneski matvælarisinn Nestlé telur sig hafa þróað nýja aðferð sem gerir fyrirtækinu kleyft að lækka sykurmagn í súkkulaði um 40 prósent án þess að það hafi áhrif á bragð. BBC greinir frá.

Fyrirtækið framleiðir meðal annars KitKat og segir að ný aðferð geri vísindamönnum Nestlé kleyft að breyta uppbyggingu sykurs þannig að hann leysist upp hraðar en áður.

Að sögn Nestlé hefur þetta það að verkum að minni sykur þurfi til að ná tilskyldu sætubragði. Því geti fyrirtækið, frá og með árinu 2018, minnkað sykurmagn í öllum súkkulaðivörum sínum, án þess að það hafi áhrif á bragðið.

Það er almennt viðurkennt af læknum og vísindamönnum í að hvítur sykur sé einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum.

Yfirvöld hafa víða farið í aðgerðir til að stemma stigu við magn sykurs í matvælum. Nýlega lækkaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin viðmið sitt um hlutfall sykurs af heildar kaloríufjölda við næringarinntöku úr tíu prósent í fimm prósent.


Tengdar fréttir

Kyrrsetan er hinar „nýju reykingar“

Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum verða að beinast að matarvenjum okkar og kyrrsetu – líkt og reykingum undanfarna áratugi. Offita og sykursýki eru nýju óvinirnir. Vítahringurinn hefst hjá börnum og unglingum sem endar með heilsuley






Fleiri fréttir

Sjá meira


×